Erlent

Norska strandgæslan sýnir klærnar

Norska strandgæslan færði í morgun portúgalskan togara til hafnar í Vadsö í Norður-Noregi vegna meintra ólöglegra veiða. Togarinn, sem kallast Jóhanna, var gripinn við þorskveiðar í Smugunni í Barentshafi á fimmtudaginn, en skipið er hvergi skráð og siglir því ekki undir neinum fána. Portúgölsk útgerð hefur viðurkennt að eiga skipið en eigandi hennar segir ekkert athugavert við veiðar þess þar sem Smugan sé alþjóðlegt hafsvæði sem Norðmenn hafi engin yfirráð yfir. Hann hvatti því skipverja Jóhönnu til að sýna strandgæslunni mótþróa. Því boði hlýddu þeir þó ekki enda er nú verið að yfirheyra þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×