Erlent

Ísraelsher heldur áfram árásum sínum

Ísraelsher heldur áfram árásum sínum á skotmörk á Gaza-ströndinni. Í gærkvöld skutu orrustuþotur flugskeytum að skrifstofum forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar Ismail Haniyeh og kviknaði í húsinu í kjölfarið.

Nokkrum andartökum síðar hafnaði flugskeyti á barnaskóla í nágrenninu svo hann gjöreyðilagðist. Eftir að hafa kannað verksummerki sagði Haniyeh að árásirnar væri beint gegn palestínsku þjóðinni, ekki þeim sem rændu ísraelska hermanninum Gilad Shalit fyrir viku. Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels, varði aftur á móti árásirnar í morgun og kvaðst ekki mundu láta kúga sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×