Erlent

Á fjórða tug manna látnir

Staðfest er að þrjátíu og fjórir létu lífið þegar nokkrir vagnar neðanjarðarlestar fór út af sporinu og á hvolf í borgini Valencia á Spáni í dag. Fjölmargir slösuðust.
Staðfest er að þrjátíu og fjórir létu lífið þegar nokkrir vagnar neðanjarðarlestar fór út af sporinu og á hvolf í borgini Valencia á Spáni í dag. Fjölmargir slösuðust. MYND/AP

Staðfest er að þrjátíu og fjórir létu lífið þegar nokkrir vagnar neðanjarðarlestar fór út af sporinu og á hvolf í borgini Valencia á Spáni í dag. Fjölmargir slösuðust. Ekki er talið að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða.

Um það bil tvö hundruð og fimmtíu lögreglumenn og minnst tuttugu slökkviliðsmenn komu þegar á vettvang og flytja þurfti um hundrað og fimmtíu manns frá lestarstöðinni þar sem slysið varð. Talsmaður björgunarsveita í Valenciu segir að einn lestarvagn, hið minnsta, hafi farið af sporinu þegar lestin var að leggja af stað frá lestarstöð í miðborginni. Ekki er talið að um hryðjuverk sé að ræða, líkast til hafi lestin farið of hratt og hjól gefið sig. Áður var talið að veggur hefði hrunið á einn lestarvagninn en það hefur nú verið útilokað.

Rúmlega sextíu milljón manns notuðu neðanjarðarlestarkerfið í Valecia í fyrra, að meðaltali um hundrað sextíu og fimm þúsund manns á dag. Valencia er ein stærsta borgin á Spáni en þar búa um sex hundruð þúsund manns.

Fjölmargir gestir eru væntanlegir til borgarinnar þar sem mikil fjölskylduhátíð er haldinn þar um næstu helgi. Meðal gesta er Benedikt páfi sextándi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×