Erlent

Skógareldar í Tyrklandi

Skógareldar loguðu á um þrjú hundruð hektara svæði í skóglendi í Vestur-Tyrklandi í dag. Fjölmargar þyrlur voru notaðar til að hella vatni yfir logana. Auk þess voru flugvélar sendar frá nærliggjandi svæðum til að taka þátt í aðgerðunum. Eldurinn logaði nálægt strandbænum Ayvalik sem stendur við Eyjahaf. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en vitað er að eldar kviknuðu á þremur eða fjórum stöðum samtímis. Skógareldar eru algegnir í Tyrklandi þegar heitt er og þurrviðrasamt á sumrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×