Erlent

Sjálfsmorðstilraun vegna minnkandi atvinnuöryggis blindra í Kóreu

Lestarstarfsmenn í Kóreu björguðu í gær lífi manns, sekúndubrotum áður en neðanjarðarlest kom aðvífandi. Maðurinn stökk út á teinana, lagðist niður og beið þar eftir lestinni. Tveir lestarstarfsmenn stukku á eftir honum og engu mátti muna að þeir yrðu fyrir lestinni. Maðurinn, sem þarna ætlaði að fremja sjálfsvíg, er blindur og hafði fyrr um daginn verið synjað um starf sem nuddari. Hæstiréttur í Kóreu ákvað nýlega að lög sem kveða á um að einungis blindir megi starfa sem nuddarar séu andstæð stjórnarskránni. Í kjölfarið hefur skapast atvinnuleysi meðal blindra nuddara í Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×