Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu 4. júlí 2006 22:30 Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum. Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira