Tilraunaflaugum skotið á loft frá Norður-Kóreu 4. júlí 2006 22:30 Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum. Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Svo gæti farið að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar seint í kvöld eða í nótt til að ræða tilraunaskot Norður-Kóreumanna á fjórum eldflaugum. Ein þeirra er sögð langdræg. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Norður-Kóreumenn hafi skotið þremur eldflaugum á loft í kvöld í tilraunaskyni. Haft er eftir ónafngreindum fulltrúa í ráðuneytinu að ein þeirra hafi verið langdræg og af gerðinni Teopodong 2. Tilraunaskotið á þeirri flaug misheppnaðist þó og flaugin lenti í sjónum á miðri leið. Í síðasta mánuði var greint frá því að Norður-Kóreumenn hyggðust skjóta flaug af Taepodong tvö gerð á loft en flaugar af þessari gerð geta borið kjarnaodda og dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna. Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu sögðu skömmu síðar að engin hætta væri á að tilraunaskot væri á næsta leiti því enn væri eftir að ganga frá ýmsu áður en af því gæti orðið. Samkvæmt fréttum kvöldsins virðist því sem tæknimönnum í Norður-Kóreu hafi tekist að yfirstíga einhverja tæknilega þröskulda en ekki þó alla. Aðrar flaugar sem skotið var á loft eru ýmist sagðar af Scud- eða Rodong-gerð og eru þær síðarnefndu meðaldrægar. Þær munu hafa hafnað í Japanshafi um fimm til sex hundruð kílómetrum undan vesturströnd japönsku eyjunnar Hokkaido. Hugsanlegt er að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman til neyðarfundar vegna málsins í kvöld eða í nótt. John Bolton, sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá Öryggisráðinu, segist nú ráðfæra sig við fulltrúa þeirra ríkja sem eiga sæti í ráðinu og ekkert hefði verið ákveðið um það hvort boðað verði til fundar. Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Ætla má að japönsk stjórnvöld séu ósátt við þessi tilraunaskot þar sem samningur hefur verið í gildi milli Japans og Norður-Kóreu síðan 2002 um bann við tilraunaskotum og var hann endurnýjaður fyrir tveimur árum. Bandaríkin, Japan og önnur ríki hafa ráðið Norður-Kóreumönnum frá því að gera tilraunir með langdrægar flaugar og sagst líta á slíkt sem ögrun. Bandaríkjamenn, Suður-Kórea, Kína, Rússland og Japan hafa reynt að fá Norður-Kóreu til að láta af kjarnorkuvopnaáætlun sinni frá því árið 2002 en þær viðræður hafa siglt í strand á síðustu mánuðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira