Sjötug mamma 8. júlí 2006 17:29 Mynd/Getty Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári. Erlent Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Sextíu og tveggja ára kona varð í vikunni sú elsta til að eignast barn í sögu Bretlands. Konan hefur verið gagnrýnd harkalega í Bretlandi fyrir að ákveða að eignast barn á sjötugsaldri. Patricia Rashbrook er sextíu og tveggja ára geðlæknir og væri undir eðlilegum kringumstæðum líklega frekar að fagna barnabarni, eða jafnvel barnabarnabarni. Hún fæddi í vikunni dreng sem vóg tæpar sjö merkur og heilsast honum vel að sögn lækna. En það var engin tilviljun að barnið kom í heiminn. Rashbrook fór í frjósemisaðgerð til Rússlands í fyrra, sem kostaði nærri milljón íslenskra króna og eftir fimm tilraunir varð loks getnaður. Ferlið allt hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og vakið upp ýmiss konar spurningar. Þannig hafa alls kyns sérfræðingar gagnrýnt það harðlega að koma barni í heiminn við þessar aðstæður. Við fermingu verði foreldrarnir kannski komnir á elliheimili. Sjálf lætur Rashbrook hins vegar engan bilbug á sér finna og blæs á alla gagnrýni. Hún og maður hennar geti veitt barninu allt það sem það þurfi og það fái uppeldi af bestu sort. En hvað sem uppeldinu líður er tilvikið alls ekkert einsdæmi í heiminum og ekki á leiðinni í Guinnessinn fræga, því að titillinn elsta móðir heims á ennþá Adriana Iliescu, sem í janúar í fyrra eignaðist dóttur á sextugasta og sjöunda aldursári.
Erlent Fréttir Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira