Íslendingana sakaði ekki 13. júlí 2006 19:32 Rafik Hariri-flugvöllur í Beirút varð fyrir loftárás Bandaríkjamanna. MYND/AP Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum. Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Átök Ísraelshers og skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar hörðnuðu enn í dag. Fjöldi borgara liggur í valnum eftir árásir síðasta sólarhringinn. Ein af flugvélum Atlanta var á Beirút-flugvelli þegar Ísraelar gerðu loftárás á hann en hún skemmdist ekki. Íslendingar sem fylgja flugvélinni eru sömuleiðis heilir á húfi.Eftir að skæruliðar Hizbollah-samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn í gíslingu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs orðið alvarlega en það hefur verið um langt skeið. Í morgun gerði ísraelski flugherinn loftárásir á alþjóðaflugvöllinn í Beirút en stjórnvöld í Jerúsalem segja að um hann séu vopn flutt til Hizbollah. Airbus-þota í eigu flugfélagsins Atlanta var í einu af flugskýlum vallarins í viðhaldi þegar árásin var gerð en hana hefur Air France-flugfélagið á leigu. Þrír íslenskir flugvirkjar fylgja vélinni en til allrar hamingju voru þeir ekki á flugvellinum þegar sprengjunum rigndi þar yfir.Ekki stendur til í bili að flytja Íslendingana á brott enda er flugvöllurinn lokaður og eins hafa Ísraelar lokað líbönskum höfnum. Í það minnsta 53 borgarar hafa látist í árásum ísraelska hersins á Suður-Líbanon í dag. Líbanska ríkisstjórnin hélt neyðarfund síðdegis og baðst griða.Ísraelar sjá hins vegar enga ástæðu til að semja frið við líbönsku ríkisstjórnina á meðan skæruliðar Hizbollah, sem að sögn Ísraela eru handbendi Sýrlendinga og Írana, leika lausum hala í suðurhluta landsins. Þeir létu eldflaugum rigna yfir bæi hinum megin landamæranna í dag og dóu að minnsta kosti tvær konur í árásum þeirra. Nú undir kvöld var eldflaugum skotið að ísraelsku hafnarborginni Haifa en Hizbollah segist ekki bera ábyrgð á þeirri árás. Ekki liggur fyrir hvort mannfall hafi orðið í þeirri árás. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag yfir áhyggjum sínum af ástandinu á svæðinu og kvaðst mundu senda erindreka sína á vettvang til að miðla málum.
Erlent Fréttir Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira