Fólksflótti frá Líbanon 18. júlí 2006 19:41 Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna. Erlent Fréttir Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira
Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna.
Erlent Fréttir Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Sjá meira