Átökin breiðast hratt út í Líbanon 19. júlí 2006 19:48 Tugþúsundir útlendinga eru fastir í Líbanon en þessum mæðgum tókst þó að komast burt í tæka tíð. Mynd/AP Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon. Erlent Fréttir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira
Dagurinn í dag var sá mannskæðasti síðan stríðið í Líbanon hófst og átökin eru að breiðast út. Forsætisráðherra Ísraels hótar áframhaldandi loftárásum á Líbanon. Tugþúsundir útlendinga eru fastir í landinu og komast hvorki lönd né strönd. Íslendingarnir sem komu heim frá Líbanon í gær grétu af gleði við heimkomuna.Sprengjuregnið heldur áfram í Líbanon og sem fyrr eru það óbreyttir borgarar sem verða harðast úti. Aldrei hafa fleiri fallið í loftárásum á einum degi en í dag.Svona hefur þetta verið undanfarna þrjá daga á átakasvæðunum. Loftárásir Ísraelshers, sem við sjáum merktar með bláu hafa einkum verið við landamæri Líbanons, en líka inni í landi og þá aðallega í grennd við höfuðborgina Beirút. Árásir Hizbollah hafa hins vegar allar verið við landamærin. En jafnvel þó að aðalátökin séu við landamærin er vert að hafa í huga að Líbanon er tíu sinnum minna að flatarmáli en Ísland og íbúarnir inni í landi fá þess vegna sprengjuregnið beint í æð. Og nú eru árásir ekki lengur bara úr lofti.Og til að bæta gráu ofan á svart gerði Ísraelsher svo í fyrsta skipti árás á kristið hverfi í dag. Og ástandið bitnar líka á óbreyttum Ísraelum. Þrír létust í borginni Nasaret í Ísrael í dag og sprengjur sprungu líka í Naharya, Tel Aviv og Jerúsalem. Það er því óhætt að segja að átökin séu að breiðast enn frekar út og ekki útlit fyrir breytingu þar á alveg í bráð.Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segir að loftárásum verði haldið áfram eins lengi og þörf krefji. Hátt settir heimildarmenn innan bandaríkjahers segja að stjórnvöld í Bandaríkjunum hafi gefið Ísraelum viku til að valda Hisbollah eins miklum skaða og hægt sé, en svo verði árásum að linna.Stjórnvöld víða um heim vinna hörðum höndum að því að koma þegnum sínum burt frá Líbanon, en það er enginn hægðarleikur, enda um tugþúsundir að ræða. Íslendingarnir sem þarna voru komust þó allir burt heilu og höldnu og gleðin var svo sannarlega ósvikin þegar tvær íslenskar fjölskyldur lentu í Keflavík í gærkvöld eftir rúmlega sólarhrings langt ferðalag frá Líbanon.
Erlent Fréttir Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira