Erlent

Líðan Sharon fer versnandi

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var fluttur í skyndi á sjúkrahús í Tel Aviv í morgun en líðan hans hefur farið stöðugt versnandi um liðna helgi. Samkvæmt yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu þar sem Sharon er til meðferðar eru nýru leiðtogans fyrrverandi að gefa sig auk þess sem greindar hafi verið illkynja breytingar í heilahimnu hans. Sharon, sem er sjötíu og átta ára, hefur legið í dauðadái síðan í janúar síðastliðnum þegar hann fékk alvarlegt heilablóðfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×