Ótímabært að ræða hvort NATO sendi lið til Líbanon 26. júlí 2006 12:15 Friðargæsluliðar SÞ í Suður-Líbanon bera lík eins félaga síns sem féll í árás Ísarelshers í nótt. MYND/AP Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt. Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að svo virðist sem árásin hafi verið gerð af ráðnum hug. Það segja Ísraelsmenn af og frá. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir ummæli Annans koma sér á óvart. Ísraelar harmi árásina og hann hafi gert framkvæmdastjóranum grein fyrir því í síma í morgun. Olmert hefur fyrirskipað rannsókn á árásinni. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna, Unifil, hefur verið að ströfum við landamæri Líbanons og Ísraels síðan 1978 og eru liðsmenn þar nú um tvö þúsund. Eftirlitsmennirnir fjóri sem féllu í morgun voru í bækistöð sinni í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöldi þegar árásin var gerð. Þeir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Þegar fréttir bárust fyrst af árásinni var fundur um ástandið í Líbanon að hefjast í Róm á Ítalíu. Fundinn sækja utanríkisráðherrar ýmissa ríkja og fulltrúar alþjóðasamtaka. Fulltrúar Ítalíu og Bandaríkjanna leiða fundinn. Ísarelar, Íranar og Sýrlendingar sitja hann ekki. Frakkar lýstu því yfir í morgun að þeir ætluðu að leggja fram fyrsta uppkast af ályktun um vopnahlé í Líbanon sem hægt yrði að leggja fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Gert var ráð fyrir því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kynni tillögu um alþjóðlegt herlið sem yrði sent til Suður-Líbanon. Þar yrðu franskir, spænskir og þýskir hermenn í meirihluta og til viðbótar herlið frá Hollandi, Kanada og Tyrklandi auk Arabaríkja á borð við Egyptaland og Sádí Arabíu. Chirac, Frakklandsforseti, sagði í morgun að Frakkar væru reiðbúnir að taka að sér leiðandi hlutverk í því verkefni. Hann sagðist þó ekki telja rétt að slíku herliði yrði gert að afvopna skæruliða Hizbollah. Rætt hefur verið um þann möguleika að Atlandshafsbandalagið hafi umsjón með alþjóðlega herliðinu en Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í morgun að allt tal um slíkt væri ótímabært. Hann vildi þó ekki útiloka aðkomu NATO. Enn væri eftir að ræða hvort fjölþjóðlegt herlið yrði sent á svæðið og þá hvert umboð þeirra yrði. Erlent Fréttir Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fjórir liðsmenn friðareftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna í Líbanon féllu í loftárás Ísraelshers á bækistöð þeirra í suðurhluta landsins í nótt. Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að svo virðist sem árásin hafi verið gerð af ráðnum hug. Það segja Ísraelsmenn af og frá. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir ummæli Annans koma sér á óvart. Ísraelar harmi árásina og hann hafi gert framkvæmdastjóranum grein fyrir því í síma í morgun. Olmert hefur fyrirskipað rannsókn á árásinni. Friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna, Unifil, hefur verið að ströfum við landamæri Líbanons og Ísraels síðan 1978 og eru liðsmenn þar nú um tvö þúsund. Eftirlitsmennirnir fjóri sem féllu í morgun voru í bækistöð sinni í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöldi þegar árásin var gerð. Þeir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Þegar fréttir bárust fyrst af árásinni var fundur um ástandið í Líbanon að hefjast í Róm á Ítalíu. Fundinn sækja utanríkisráðherrar ýmissa ríkja og fulltrúar alþjóðasamtaka. Fulltrúar Ítalíu og Bandaríkjanna leiða fundinn. Ísarelar, Íranar og Sýrlendingar sitja hann ekki. Frakkar lýstu því yfir í morgun að þeir ætluðu að leggja fram fyrsta uppkast af ályktun um vopnahlé í Líbanon sem hægt yrði að leggja fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Gert var ráð fyrir því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kynni tillögu um alþjóðlegt herlið sem yrði sent til Suður-Líbanon. Þar yrðu franskir, spænskir og þýskir hermenn í meirihluta og til viðbótar herlið frá Hollandi, Kanada og Tyrklandi auk Arabaríkja á borð við Egyptaland og Sádí Arabíu. Chirac, Frakklandsforseti, sagði í morgun að Frakkar væru reiðbúnir að taka að sér leiðandi hlutverk í því verkefni. Hann sagðist þó ekki telja rétt að slíku herliði yrði gert að afvopna skæruliða Hizbollah. Rætt hefur verið um þann möguleika að Atlandshafsbandalagið hafi umsjón með alþjóðlega herliðinu en Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri bandalagsins, sagði í morgun að allt tal um slíkt væri ótímabært. Hann vildi þó ekki útiloka aðkomu NATO. Enn væri eftir að ræða hvort fjölþjóðlegt herlið yrði sent á svæðið og þá hvert umboð þeirra yrði.
Erlent Fréttir Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira