Erlent

Mannfall í aurskriðum í Kína

MYND/AP

Að minnsta kosti sex eru látnir og tæplega fjörutíu er saknað eftir að aurskriður féllu í tveimur héruðum í suðurhluta Kína í gær. Skriðurnar féllu í kjölfar mikilla rigninga eftir að hitabeltisstormurinn Kaemi gekk yfir Guangdong- og Jiangxi-hérað. Um fjögur hundruð heimili eyðilögðust í aurskriðunum en fjörutíu þúsund manns höfðu verið flutt á brott áður en þær féllu. Í Fujian-héraði, sem er á sömu slóðum og þar sem skriðurnar féllu í gær, vinna menn nú baki brotnu við að styrkja varnargarða fyrir ofan sex þorp í héraðinu en rúmega 20 þúsund manns búa í þorpunum. Hundruð manna deyja ár hvert í Kína vegna aurskriða á regntímabilinu sem nær hámarki á sumrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×