Blair og Bush funda um stríðið í Líbanon 28. júlí 2006 12:09 MYND/AP Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust. Erlent Fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á norðurhluta Líbanons í morgun. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, í dag til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum. Sautján dagar eru síðan að átökin hófust sem má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar fönguðu tvo ísraelska hermenn á landamærum Ísraels og Líbanon. Stríðið virðist langt því frá í rénun en Ísraelsher hefur kallað út um fimmtán þúsund hermenn úr varaliði sínu til að taka þátt í stríðinu. Ísraelski herinn gerði loftárásir á þrjár byggingar í þorpi nærri bænum Nabatiyeh í suðurhluta Líbanon í morgun. Að minnsta kosti þrír létust í árásunum og níu særðust. Opinberar tölur sýna að fjögur hundruð og tuttugu Líbanir hafa látist í stríðinu en heilbrigðisráðherra Líbanons segir að um sex hundruð Líbanir hafi látist í stríðinu og að um þriðjungur þeirra látnu sé grafinn í rústum húsa sem eyðilagst hafa í sprengingum. Erfitt reynist að ná fólkinu úr rústunum þar sem Ísraelsher heldur úti hörðum loftárásum á svæðið og lítið svigrúm er fyrir björgunarsveitarmenn að athafna sig. Að sögn fréttavefsins BBC er ástandið í mörgum þorpum skelfilegt. Fjöldi þorpsbúa er innikróaður vegna átakanna og mikill skortur er á mat og vatni. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt í morgun til Washington til fundar við George Bush, forseta Bandaríkjanna, um ástandið í Mið-Austurlöndum. Aukin þrýstingur er á stjórnvöld í Bretlandi að fylgja ekki stefnu Bandaríkjamanna heldur kalla á tafarlaust vopnahlé í Líbanon. Bandaríkjamenn hafa ekki sagt tímabært að gera kröfu um vopnahlé þar sem ómögulegt sé að framfylgja því eins og staðan er nú. Evrópusambandið sagði í gær Ísraela ekki hafa heimild fyrir árásunum og þeir yrðu að hætta þeim tafarlaust.
Erlent Fréttir Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira