Erlent

Í athugun að fjölga Íslendingum á Sri Lanka

Sænska utanríkisráðuneytið hefur nú ákveðið að draga alla friðargæsluliða sína frá Sri Lanka. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu Sri Lanka eftir að ESB ákvað að skilgreina Tamíltígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Danir og Finnar höfðu þegar tilkynnt um brotthvarf sinna manna. Norðmenn hafa farið þess á leit við Íslendinga að þeir sendi fleiri menn til norrænu eftirlitssveitarinnar og er nú í athugun að fjölga Íslendingum á Sri Lanka úr þremur í 10 til 12. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um málið að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×