Eftirlitsmönnum á Srí Lanka fækkar um tvo þriðju 2. ágúst 2006 19:00 Íbúi í Trincomalee á Srí Lanka, þar sem vatn er nú af skornum skammti. MYND/AP Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund. Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Að öllu óbreyttu fækkar eftirlitsmönnum norrænu friðargæslusveitarinnar á Srí Lanka um tvo þriðju í byrjun september. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla sína liðsmenn heim. Íslensk stjórnvöld ákveða síðar í mánuðinum hvort fleiri Íslendingar verði sendir til friðargæslu á Srí Lanka. Hörð átök uppreisnarmanna Tamíl tígra og stjórnarhers Srí Lanka hófust í síðustu viku þegar tígrarnir stöðvuðu vatnsstreymi til tugþúsunda íbúa suður af Trincomalee. Stjórnarherinn gerði þá árásir til að endurheimta stjórn vatnsbólanna sem ekki tókst. Átökin hafa nú færst norðureftir landi í átt að Trincomalee eins og yfirmenn norræna friðargæsluliðsins vöruðu við. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður eftirlitsins, segir borgarastríð ekki hafa brotist út. Ekki sé barist á öðrum svæðum og ekki búið að segja upp vopnahléssamkomulaginu. Danir, Finnar og Svíar hafa ákveðið að kalla eftirlitsmenn sína heim fyrsta september. Tamíltígrarnir kröfðust þess að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu yfirgæfu landið eftir að sambandið ákvað að skilgreina tígrana sem hryðjuverkasamtök og frysta bankainnistæður þeirra. Þorfinnur segir að þá verði eftir tuttugu eftirlitsmenn en þeir séu nú sextíu. Því verði að öllu óbreyttu að fækka verkefnum og ekki hægt að halda jafn miklu eftirliti úti. Til greina kemur að bjóða ríki utan Norðurlandanna til að taka þátt í gæslunni en til þess þarf samþykki beggja deiluaðila sem flækir málið. Norðmenn og Íslendingar gætu einnig fjölgað í gæsluliði sínu og hafa Norðmenn óskað eftir því að íslensk stjórnvöld geri það. Jörundur Valtýsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við NFS að ákvörðun yrði tekin um það síðla í þessum mánuði. Jon Hanssen-Bauer, sérlegur sendifulltrúi Norðmanna á Srí Lanka, er væntanlegur þangað á föstudaginn til að ræða við deiluaðila um ástandið og skipan eftirlitsins. Óvíst er þó hvort einhver niðurstaða fæst eftir þann fund.
Erlent Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira