Erlent

Leiberman tapaði í forkosningum demókrataflokksins

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Lieberman tapaði í gær í forkosningum demókrataflokksins í Connecticut fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða í haust. Keppinautur hans, Ned Lamont, sigraði með nokkrum yfirburðum en talið er að stuðningur Liebermans við Íraksstríðið og náin tengsl hans við Bush Bandaríkjaforseta hafi orðið honum að falli. Lieberman var varaforsetaefni Als Gores á sínum tíma en auk þess er afar sjaldgæft að sitjandi öldungadeildarþingmaður tapi í forvali flokksins. Því þykir fall hans sæta nokkrum tíðindum. Liberman vildi þó ekki lýsa sig sigraðan heldur kvaðst ætla að bjóða sig fram sem óháður í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×