Erlent

Heimili rýmd vegna fellibyls

Mynd/AP
Rúmlega fjögur hundruð þúsund íbúar á suðausturströnd Kína hafa verið fluttir frá heimilum sínum vegna fellibylsins Saomai sem talið er að skelli á meginlandinu í dag. Saomai fór yfir Okinawa í gær og var þá vindhraðinn allt að hundrað fjörutíu og fjórir kílómetrar á klukkustund. Aflýsa þurfti hátt í hundrað og fimmtíu flugferðum. Saomai er áttundi fellibylurinn sem skellur á Kína í ár en í síðasta mánuði létu rúmlega sex hundruð manns lífið í bylnum Bilis. Í síðustu viku fórust svo áttatíu manns í fellibylnum Prapiroon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×