Erlent

Öflug sprenging í Kolombó í morgun

Hermenn standa við bíl sem skemmdist í sprengjutilræðinu í morgun.
Hermenn standa við bíl sem skemmdist í sprengjutilræðinu í morgun. MYND/AP

Sjö létust og sautján særðust í árás á öryggissveitir sem fylgdu pakistönskum sendiráðssbíl í Kolombó á Srí Lanka í morgun. Svo virðist sem sprengju hafi verið komið fyrir á veginum og sprakk hún þegar bílalestin ók hjá.

Engan í sendiráðsbílnum sakaði og ekki er ljós hvort almennir borgarar eru á meðal hinna látnu og særðu. Sprengingin varð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að talsmaður Tamíltígra hafði hótað að ráðast gegn almennum borgurum ef herinn héldi áfram árásum sínum á yfirráðasvæði þeirra. Átök milli stjórnarhersins og Tamíltígra hafa magnast undanfarnar vikur og eru þau mestu frá því að vopnahléi var komið á í landinu árið 2002.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×