Erlent

Myndirnar af tungllendingunni týndar

Skjalaverðir í gagnasöfnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar leita nú logandi ljósi að helsta dýrgrip sínum. Upprunalegu myndirnar af lendingu Apollo ellefta á tunglinu þar sem Neil Armstrong sést stíga fyrstu sporin þar finnast hvergi nokkurs staðar í hirslum safnsins. Þær eru þó ekki taldar glataðar með öllu heldur grafnar djúpt í geymslum NASA og þar sem flestir þeirra starfsmanna sem upphaflega sáu um að flokka þær eru hættir eða jafnvel látnir gengur illa að hafa uppi á þeim. Án efa munu þessar fréttir gefa þeim samsæriskenningum byr undir báða vængi sem segja að tungllendingin hafi verið uppspuni frá rótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×