Erlent

Heilsu Sharons hrakar

Ariel Sharon á flokksþingi í ágúst 2004.
Ariel Sharon á flokksþingi í ágúst 2004. MYND/AP
Líðan Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til muna að sögn lækna á sjúkrahúsi þar sem hann dvelur nú. Sharon, sem er sjötíu og átta ára, hefur verið í dauðadái síðan 4. janúar síðastliðinn þegar hann fékk alvarlegt heilablóðfall. Hann hefur gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan þá. Læknar segja heilastarfsemi hans hafa hrakað töluvert auk þess sem röntgenmyndir sýni sýkingu í lungum. Læknar segja of snemmt að segja til um hvort líf forsætisráðherrans fyrrverandi sé í hættu vegna þessa. Í síðasta mánuði var Sharon fluttur í skyndi á bráðadeild þar sem hann þurfti að fara í nýrnavél þar sem nýru hans voru að gefa sig. Það var þá sem læknar veittu því athygli að heilastarfsemi hans hafi hrakað, en það fékkst svo staðfest í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×