Erlent

Meira en 10 þúsund töskur í óskilum hjá British Airways

Yfir 10 þúsund töskur sem farþegar breska flugfélagsins British Airways hafa innritað á síðustu dögum hafa ekki skilað sér aftur til eigendanna.

Flugfélagið segir töskurnar bíða í hrúgum á breskum flugvöllum og hyggst nú höfða skaðabótamál á hendur rekstraraðila stærstu flugvallanna, því auk þessa hafi flugfélagið þurft að aflýsa yfir 700 flugum síðan hertar öryggisreglur tóku gildi síðastliðinn fimmtudag. Rekstraraðili þriggja stærstu flugvalla í Bretlandi, þar með talið Heathrow, segir stöðuna sem upp er komin nú fordæmislausa og því ekki hægt að ætlast til að fyrirtækið sé undir hana búið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×