Erlent

Einn fórst og sextíu er saknað eftir eldgos

Mynd/AP
Einn fórst og sextíu er saknað eftir að eldfjallið Tungurahua í Ekvador fór að gjósa í gærkvöldi. Eldfjallið erum um hundrað og þrjátíu kílómetra suður að höfuðborginni Quito. Gosið færðist töluvert í aukana í nótt og í morgun. Yfirvöldum tókst að flytja mörg hundruð íbúa á brott frá hættusvæðum eftir að jarðhræringar urðu nokkru áður en gosið hófst. Töluverðar skemmdir hafa orðið á nálægum þorpum og ástandið sagt mjög alvarlegt. Eldfjallasérfræðingar segja eldvirkni hafa minnkað á síðustu klukkustundum en eldsumbrot gætu hafist að nýju hvenær sem væri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×