Erlent

Ísraelsher handtekur varaforsætisráðherra Palestínu

MYND/AP

Ísraelskir hermenn handtóku í dag varaforsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar í Ramallah á Vesturbakkanum. Hermenn réðust inn á heimili Nasser Shaer og járnuðu hann. Eiginkona hans segir mann sinn hafa farið huldu höfði síðan Ísraelsmenn hófu að handtaka þingmenn Hamas-liða og ráðherra þeirra í heimastjórninni í júní eftir að palestínskir byssum rændu hermanni á Gaza-svæðinu. Þar með eru fjórir ráðherrar í stjórn Hamas í haldi Ísraelsmanna og tuttugu og átta þingmenn. Fjórir ráðherrar hafa einnig verið teknir höndum en þeim síðan sleppt. Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit er enn í haldi mannræningja sinna. Ísraelar segja handtökurnar ekki tengjast mannráninu, aðeins sé verið að handtaka þá sem grunur leiki á að hafi átt þátt í hryðjuverkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×