Erlent

Miklir skógareldar í Suður-Tyrklandi

Miklir hitar í Tyrklandi komu í gær í veg fyrir að næðist að slökkva skógarelda sem geisa við ströndina í Suður-Tyrklandi. Eldurinn blossaði upp nærri bænum Selcuk í gærmorgun en bærinn er fjölsóttur pílagrímsstaður. Lítið steinhús í bænum er talið vera síðasta heimili Maríu meyjar. Hundruð skelfdra ferðamanna voru flutt úr bænum í gær þegar eldtungurnar teygðu sig sífellt hærra og sumir reyndu einnig að forða sér á hlaupum. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið afar erfiðar þar sem þykkan reyk leggur frá eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×