Erlent

Flugbraut á alþjóðaflugvellinum í Beirút opnuð á ný

Ein flugbrauta á Rafik Hariri alþjóðaflugvellinum í Beirút var opnuð fyrir flugumferð í morgun, í fyrsta skipti frá því Ísraelsher olli stórskemmdum á flugbrautum vallarins með loftárásum í upphafi átakanna í Líbanon fyrir um fimm vikum.

Fyrst um sinn verður aðeins um takmarkað áætlunar- og leiguflug að ræða. Yfirvöld vona að hægt verði að ljúka viðgerðum á tveimur öðrum flugbrautum á innan við viku, þannig að flugumferð til höfuðborgarinnar komist aftur í samt lag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×