Erlent

Miklir eldar í Grikklandi

Eldarnir skildu eftir sig sviðna jörð.
Eldarnir skildu eftir sig sviðna jörð. MYND/AP

Einn hefur farist og tugir slasast í miklum skógareldum sem geisað hafa á Halkidiki-skaga í norðurhluta Grikklands. Þar er eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins og því varð að flytja þúsundir ferðamanna á brott þaðan sem eldarnir hafa logað hvað ákafast. Hitabylgja hefur verið á þessum slóðum í nokkra daga og því var gróður afar þurr. Vatni hefur verið hellt á eldana úr flugvélum og þyrlum og nú síðdegis virtist slökkvilið vera að ná tökum á ástandinu. Lögregla útilokar ekki íkveikju. Þá hafa um 600 hektarar lands brunnið í skógareldum við Eyjahafsströnd Tyrklands en ekki er vitað um manntjón þeim tengdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×