Erlent

Walesa segir skilið við Samstöðu

Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, hefur sagt skilið við verkalýðsfélagið Samstöðu sem hann átti þátt í að stofna á tímum kommúnismans í heimalandi sínu á níunda áratug síðustu aldar.

Walesa hefur ekki verið félagi í samtökunum síðan í upphafi þessa árs. Hann segist ekki ætla að taka þátt í hátíðarhöldum vegna tuttugu og sex ára afmælis þeirra síðar í þessum mánuði.

Ástæða þessa er sögð deila hans við fyrrverandi bandamenn sína í stjórnmálum, tvíburabræðurna Lech og Jaroslaw Kaczynksi. Sá fyrrnefndi er forseti Póllands og sá síðarnefndi forsætisráðherra. Fyrir ári síðan gaf Walesa í skyn að hann ætlaði sér að snúa baki við samtökunum og sagði þetta ekki lengur vera sömu samtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×