Erlent

Súdönsk yfirvöld hafna ályktun Öryggisráðsins

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun um að friðargæslulið Sameinuðu Þjóðanna verði sent til Darfur-héraðs í Súdan. Súdönsk yfirvöld hafna hinsvegar ályktuninni. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra ætlar að veita sem samsvarar 20 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Darfur.

Samkvæmt ályktun öryggisráðsin eiga að minnsta kosti 17,300 friðargæsluliðar að vera sendir til Darfur og taka við friðargæslunni af Afríkisambandinu sem er engan vegin ráða við erfiðar aðstæður í héraðinu.

Fulltrúar ráðsins segja það afar mikilvægt að ályktunin verði hrint í framkvæmd sem fyrst því binda þurfi endi á bardaga í héraðinu sem hafa valdið yfir 200.000 dauðsföllum og yfir 2 milljónir manna eru á vergangi. Tólf af fimmtán þjóðum sem eiga sæti í ráðinu greiddu atkvæði með ályktuninni. Kína, Rússland og Katar sátu hjá.

Súdönsk yfirvöld lýstu því yfir stuttu seinna að þau eru algerlega mótfallin því að friðargæsluliðið komi til landsins og líkja komu þess við nýlendustefnu. Omar Al-Bashir forseti Súdan segir að þjóðin muni ekki fallast á ályktunina því hún brjóti gegn sjálfstæði landsins og sé í raun árás á landið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×