Leikarinn Brad Pitt var staddur í Louisiana í gær og aðstoðaði heimamenn við að endureisa hús sín eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir svæðið fyrir um ári síðan.
Hann lýsti því yfir á blaðamannafundi í New Orleans að hann og kona hans, Angelina Jolie, myndu heimsækja borgina reglulega í nánustu framtíð til að minna heimsbyggðina á að það á eftir að taka mörg ár að koma lífi fólks á svæðinu í samt horf á ný eftir hörmungarnar.
Pitt notaði tækifærið og krýndi sigurvegara í hönnunarkeppni sem hann stóð fyrir þar sem keppendur hönnuðu byggingar og leikssvæði í borginni en Pitt er mikill áhugamaður um arkitektúr. Aðeins mátti nota umhverfisvæn hráefni.