Við bara frusum eins og hvolpar 6. september 2006 23:30 Hlynur Bæringsson var að vonum ekki sáttur við að tapa fyrir Finnum í kvöld Keppnismaðurinn Hlynur Bæringsson var afar ósáttur við tap íslenska landsliðsin í körfubolta gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. Hann segir að þó vissulega sé finnska liðið sterkt, hafi íslenska liðið verið allt of lint í síðari hálfleiknum og því hafi Finnarnir gengið á lagið. "Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fóru Finnarnir að taka harðar á okkur og við bara frusum eins og einhverjir hvolpar," sagði Hlynur móður og másandi um leið og flautað var af í kvöld. "Þetta finnska lið er auðvitað mjög sterkt, en þetta eru engar hetjur. Við strákarnir í liðinu höfum unnið betra lið heldur en þetta, svo við höfum engar afsakanir," sagði Hlynur, en viðurkenndi að Hanno Mottola hefði reynst íslenska liðinu mjög erfiður - en sá skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. "Mottola er einn besti leikmaður sem ég hef spilað á móti. Hann er ekki sérlega fljótur, en hann er með rosalega flottar hreyfingar og góð skot og það eru svona týpur af leikmönnum sem mér finnast flottastir," sagði Hlynur, en ekki er langt síðan hann barðist við kínverska tröllið Yao Ming í landsleik. Næsta verkefni á dagskrá íslenska landsliðsins er leikur við Georgíumenn á útivelli, en Hlynur er hvergi smeykur við það. "Við vitum auðvitað að það verður ekkert létt verkefni. Þetta er austantjaldslið með brjálaðan heimavöll, en við mætum bara ákveðnir til leiks þar eins og annarsstaðar. Þetta er jafn riðill og við ætlum okkur áfram. Það var vissulega áfall að tapa þessum leik við Finna, en við erum ekkert hættir í þessari keppni," sagði baráttujaxlinn Hlynur Bæringsson, sem skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst í leiknum. Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Keppnismaðurinn Hlynur Bæringsson var afar ósáttur við tap íslenska landsliðsin í körfubolta gegn Finnum í B-deild Evrópukeppninnar í kvöld. Hann segir að þó vissulega sé finnska liðið sterkt, hafi íslenska liðið verið allt of lint í síðari hálfleiknum og því hafi Finnarnir gengið á lagið. "Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fóru Finnarnir að taka harðar á okkur og við bara frusum eins og einhverjir hvolpar," sagði Hlynur móður og másandi um leið og flautað var af í kvöld. "Þetta finnska lið er auðvitað mjög sterkt, en þetta eru engar hetjur. Við strákarnir í liðinu höfum unnið betra lið heldur en þetta, svo við höfum engar afsakanir," sagði Hlynur, en viðurkenndi að Hanno Mottola hefði reynst íslenska liðinu mjög erfiður - en sá skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst. "Mottola er einn besti leikmaður sem ég hef spilað á móti. Hann er ekki sérlega fljótur, en hann er með rosalega flottar hreyfingar og góð skot og það eru svona týpur af leikmönnum sem mér finnast flottastir," sagði Hlynur, en ekki er langt síðan hann barðist við kínverska tröllið Yao Ming í landsleik. Næsta verkefni á dagskrá íslenska landsliðsins er leikur við Georgíumenn á útivelli, en Hlynur er hvergi smeykur við það. "Við vitum auðvitað að það verður ekkert létt verkefni. Þetta er austantjaldslið með brjálaðan heimavöll, en við mætum bara ákveðnir til leiks þar eins og annarsstaðar. Þetta er jafn riðill og við ætlum okkur áfram. Það var vissulega áfall að tapa þessum leik við Finna, en við erum ekkert hættir í þessari keppni," sagði baráttujaxlinn Hlynur Bæringsson, sem skoraði 13 stig og hirti 15 fráköst í leiknum.
Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum