79 ára gömul kona var handtekin í Chicago í Bandaríkjunum og á nú von á ákæru fyrir að hafa reynt að ræna útibú Ameríkubankans. Að sögn vitna gekk hún upp að gjaldkeraborði og sýndi gjaldkeranum byssu og krafðist 30 þúsund dollara, eða rúmlega tveggja milljóna króna. Gjaldkerinn ýtti á neyðarhnapp og gekk síðan í burt og flúði gamla konan þá af vettvangi. Starfsmenn hringdu þá í lögregluna sem fann hana í apóteki skammt frá og hafði hún í fórum sínum leikfangabyssuna sem hún sýndi starfsmanninum. Hún var síðan látin laus gegn tryggingu.
Erlent