Erlent

Geimskoti Atlantis frestað aftur

MYND/AP

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur enn á ný frestað geimskoti geimferjunnar Atlantis. Áætlað var að skjóta henni á loft um klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma. Sú ástæða er gefin að vandræði hafi verið í eldsneytisnemum ferjunnar.

Geimskotinu hefur áður verið frestað þegar eldingu laust niður í skotpallinum í lok ágúst og síðan þegar hitabeltisstormurinn Ernesto fór yfir Flórída. Reynt verður að skjóta Atlantis á loft á morgun. Verkefni geimfara um borð verður að halda áfram framkvæmdum við alþjóðlegum geimstöðina en þær hafa tafist um tæpan hálfan mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×