Engin tengsl við al Qaeda 8. september 2006 22:30 George Bush, Bandaríkjaforseti. MYND/AP Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu. Erlent Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Engin gögn fyrirfinnast sem styðja þær fullyrðingar að tengsl séu á milli Saddam Hússein, fyrrverandi Íraksforseta, og leiðtoga al Qaeda hryðjuverkasamtakanna í Írak fyrir upphaf Íraksstríðsins 2003. Þetta kemur fram í skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem unnin var í fyrra og Öldungadeild Bandaríkjaþings birti í dag. Í aðdraganda Íraksstríðsins var látið að því liggja og því jafnvel haldið fram fullum fetum að tengsl væru á milli forsetans fyrrverandi og samtakanna. George Bush Bandaríkjaforseti sagði fyrir nokkru að sú staðreynd að Abu Musab al-Zarqawi, látinn leiðtogi al Qaeda, hefði búið í Írak fyrir stríðið renndi stoðum undir fullyrðingar um tengsl. Demókratar á þingi segja skýrsluna veikja rök fyrir innrásinni í Írak og er það sem fram kemur í henni sagt áfall fyrir Bandaríkjaforseta. Stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að Bush hafi ítrekað reynt að tengja Íraksstríðið, sem flestir Bandaríkjamenn telji nú hafa verið mistök, við svokallað stríð gegn hryðjuverkum, sem þjóðin styðji. Þessi skýrsla er nú birt um leið og Bandaríkjaforseti er að flytja ræður í tengslum við ellefta september í næstu viku þegar fyrr ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin, kveikjunni að stríðinu gegn hryðjuverkum. Það var sú nefnd öldungadeildar sem fjallar um leyniþjónustumál sem birti skýrsluna í dag en hún er seinni liður í umfjöllun nefndarinnar um þær upplýsingar sem lágu fyrir í aðdraganda innrásarinnar. Í fyrri hlutanum var fjallað um þau mistök sem leyniþjónustan hafi gert í mati sínum á vopnaáæltun Íraka. Samkvæmt skýrslunni sem birt var í dag var Saddam Hússein tortrygginn í garð al Qaeda og leit á öfgamenn meðal múslima sem ógn við valdi sínu. Hann mun hafa hafnað öllum beiðnum al Kaída um hjálp. Í skýrslunni segir að himinn og haf hafi verið á milli hugmyndafræði íraskra stjórnvalda annars vegar og al Kaída hins vegar. Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta, segir ekkert nýtt í þessari skýrslu.
Erlent Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent