Erlent

Kosið í Svartfjallalandi

Kjósendur í Svartfjallalandi, nýjasta ríki heims, ganga í dag að kjörborðinu og kjósa sér þing. Það er í fyrsta sinn frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Serbíu fyrr á þessu ári.

Kosningarnar eru mikilvægur liður í stefnu Svartfellinga um að sækja um aðild að Evrópusambandinu og Atlandshafsbandalaginu. Nýju þingi verður falið að semja og síðan samþykkja stjórnarskrá fyrir þetta nýja, sjálfstæða ríki.

Sú bráðabirgðastjórn sem hefur stýrt landinu frá því kosið var um sjálfstæði í maí hefur heitið kjósendum því að leiða landið með hraði inn í ESB og NATO.

Stjórnarandstöðuflokkar, sem eru hallir undir ráðamenn í Serbíu, heita því að vinna náið með stjórnvöldu þar á leið sinni inn í bandalögin.

Kjörstöðum í Svartfjallalandi verður lokað klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×