Óttast árásir á Bandaríkin 10. september 2006 19:30 Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi. Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum. Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga. Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir. Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið. Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun. Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi.
Erlent Fréttir Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“