Erlent

Óttast árásir á Bandaríkin

Fjölmargir Bandaríkjamenn eru þeirrar skoðunar að land þeirra sé enn berskjaldað skotmark hryðjuverkamanna eftir árásirnar fyrir fimm árum. Sérfræðingar óttast alvarlega árás ódæðismanna sem beiti kjarnorku- eða efnavopnum.

Á morgun eru fimm ár frá hryðjuverkárásunum á New York og Washington. Síðan þá hefur vegatálmum veirð komið fyrir við lang flestar opinberar byggingar í Bandaríkjunum. Sprengjuleitarhundar má sjá við helstu kennileiti í stærstu borgum landsins og öryggisgæsla hert víða, einna helst á flugvöllum. Auknu fé er varið til að tryggja öryggi borgaranna en kannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn telja sig síður en svo nægilega örugga.

Fréttir af fyrirætlunum hryðjuverkamanna um að sprengja flugvélar á leið milli Bretlands og Bandríkjanna í loft upp sýni að hryðjuverkamenn séu enn að skipuleggja ný ódæði. Löggæslu- og leyniþjónustumenn í Bandaríkjnum segja ekki hægt að sjá fyrir allar árásir og koma þar með í veg fyrir þær. Heimavarnarráðuneytið þar í landi leggi hins vegar allt sitt fram til að koma í veg fyrir alvarlegar árásir.

Í nýrri skýrslu RAND ráðgjafarfyrirtækisins, sem birt var í síðasta mánuði, var bent á töluverðar brotalamir í eftirliti með höfnum í Bandaríkjunum. Hætta væri á að hryðjuverkamenn nýttu sér það til að smygla kjarnorkuvopnum inn í landið.

Í skýrslunni er farið yfir það hvernig hryðjuverkamenn gætu smyglað kjarnorkusprengju inn í Bandaríkin í gegnum höfnina í Long Beach í Kaliforníu. Það er mat skýrsluhöfunda að 60 þúsund íbúar í næsta nágrenni myndu þegar týna lífi ef tíu kílótonna kjarnorkusprengja yrði sprengd í gámi þar. 150 þúsund íbúar til viðbótar yrðu svo fyrir alvarlegri geislun.

Tom Ridge, fyrrverandi heimavarnarráðherra Bandaríkjanna, segir hættuna á hryðjuverkum alltaf verða fyrir hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×