Komu í veg fyrir alvarlega árás 12. september 2006 12:00 MYND/AP Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Öryggissveitarmenn komu í veg fyrir alvarlega hryðjuverkaárás á sendiráð Bandaríkjamanna í Damascus í Sýrlandi í morgun. Þeir felldu þrjá hryðjuverkamenn sem höfðu sprengt bifreið fyrir utan bygginguna í loft upp. Fjórði árásarmaðurinn særðist í átökunum. Sýrlensk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta hve margir hafi fallið í átökunum og því hafa borist misvísandi fréttir af mannfallli úr röðum öryggissveita og hryðjuverkamanna fram eftir morgni. Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar munu þrír árásarmenn hafa fallið og sá fjórði særst alvarlega. Einnig hefur verið fullyrt að tveir öryggissveitarmenn hafi fallið en það hefur ekki fengist staðfest. BBC segir minnst þrjá hryðjuverkamenn hafa reynt að aka bíl hlöðnum sprengiefni inn á afgirt svæði við sendiráðið en það ekki tekist þar sem öryggissveitir hafi svarað með skothríð. Bílinn mun þá hafa sprungið fyrir utan sendiráðið. Árásarmennirnir voru sagði vopnaðir handsprengjum og byssum. Að sögn vitna leituðu tveir þeirra sér skjóls í nærliggjandi byggingu en voru eltir uppi og skotnir. Fyrstu fréttir af árásinni bárust snemma í morgun en þá mátti sjá reyk leggja frá sendiráðinu og heyra skothríð berast þaðan. Sýrlenskir öryggissveitarmenn umkringdu sendiráðið þá þegar. Þegar allt var yfirstaðið fékkst staðfest að engan bandarískan starfsmann í sendiráðinu hefði sakað. Kínverskur sendifulltrúi var fluttur á sjúkrahús en hann hafði særst lítillega í sprengingunni þar sem hann stóð á þaki sendiráðs Kínverja sem stendur við sömu götu og það bandaríska. Töluverð spenna hefur magnast í Sýrlandi síðustu daga og andúð á Bandaríkjamönnum aukist þar sem stjórnvöld í Washington hafa sagt Sýrlendinga útvega andspyrnumönnum í Írak vopn og gera lítið til að stöðva vopnaflutninga til Hizbollah-skæruliða í Líbanon. Í apríl 2004 féllu fjórir í átökum sýrlenskra lögreglumanna og grunaðra hryðjuverkamanna nálægt sendiráðum í Damascus. Fjórir aðrir féllu í júní síðastliðnum þegar öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir sprengjuárás við myndver ríkisrekna sjónvarpsins í Sýrlandi. Þá hafa yfirvöld sakað herskáa múslima um að hafa lagt bíl, hlöðnum sprengiefni, fyrir utan kanadíska sendiráðið í Damascus.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent