Erlent

Streymi ferskvatns í sjó eykst

Streymi ferskvatns út í sjó hefur aukist um 17 þúsund rúmkílómetra síðastliðinn áratug vegna bráðnunar íss og jökla. Það slagar hátt upp í 40 ára gegnumstreymi ferskvatns út í Missisippi-flóann.

Þessar niðurstöður bandarísks vísindamanns, sem meðal annars hefur rannsakað aukna bráðnun Grænlandsjökuls, valda mörgum áhyggjum af því að seltustig sjávar breytist hraðar en gert var ráð fyrir.

Það þýðir róttæka breytingu á lífsskilyrðum fisktegunda og annarra sjávarlífvera, sérstaklega á heimskautasvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×