Erlent

Segjast hafa fengið keðjur til að hætta að selja fisk

Grænfriðungar segjast hafa fengið sænskar verslanakeðjur til þess að hætta að kaupa þorsk sem veiddur er í Eystrasalti. Þeir segjast munu, í þessari viku, senda dönskum kaupmönnum bréf, þar sem þeir eru hvattir til þess að gera slíkt hið sama. Samkvæmt hinni alþjóðlegu hafrannsóknarstofnun ICES er talið að 35-40 prósent af þorski sem veiddur er í austurhluta Eystrasaltsins séu utan heimilda, og ekki tilkynnt um landanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×