Erlent

Rekinn fyrir að týna skýrslu um Vollsmose-málið

MYND/AP
Starfsmaður leyniþjónustu dönsku lögreglunnar hefur verið rekinn úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði glutrað niður skýrslu um Vollsmose-málið, þar sem níu menn voru handteknir vegna gruns um að þeir væru að undirbúa hryðjuverk í Danmörku. Skýrslan fannst fjúkandi á járnbrautarstöð. Starfsmanni leyniþjónustunnar var gert að hætta störfum sínum samstundis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×