Erlent

Senegalskir innflytjendur fluttir frá Spáni

Spánverjar byrja í dag að flytja ólöglega innflytjendur frá Senegal til síns heima eftir að tafir urðu á flutningunum sem hefjast áttu í gær. Tvær vélar með um 100 Senegala hvor fljúga frá Kanaríeyjum í dag en þangað hafa um tólf þúsund senegalskir innflytjendur leitað í ár. Spænskum yfirvöldum er mikið í mun að koma fólkinu aftur til síns heima þar sem það hefur hvorki dvalar- né atvinnuleyfi á Spáni en fólkið hefur siglt frá vesturströnd Afríku til Kanaríeyja í von um að fá vinnu og öðlast betra líf í Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×