Erlent

Kastró hressist

Fídel Kastró, forseti Kúbu.
Fídel Kastró, forseti Kúbu. MYND/AP

Fídel Kastró, forseti Kúbu, virðist óðum vera að ná fyrri styrk en hann átti í gær fund með Hugo Chavez, forseta Venesúela, á sjúkrastofu Kastrós á Havana. Fjölmargir þjóðarleiðtogar, þar á meðal Chavez, sækja nú árlega leiðtogafund sambands ríkja utan bandalaga sem haldinn er á Havana.

Á myndum sem birtar voru í kúbanska sjónvarpinu í gær virtist Kastró heilsuhraustari en fyrir nokkrum vikum þegar myndir birtust af honum síðast. Forsetinn gekkst undir skurðaðgerð fyrir rúmum mánuði vegna blæðinga í meltingarvegi. Raúl, bróðir hans, hefur tók þá við völdum og heldur þeim þar til forsetinn nær fullri heilsu á ný. Kastró er áttræður.

Chavez hefur hitt hann þrívegis frá því hann fór undir hnífinn. Ársfundur leiðtoga ríkja undan bandalaga hófst í Havana á mánudaginn og stendur fram á sunnudag. Er þetta í fjórtánda sinn sem sá fundur er haldinn. Stjórnvöld á Kúbu taka nú við forystunni í hópnum af ráðamönnum í Malasíu. Þetta samband ríkja var stofnað á tímum Kalda stríðsins sem svar við tveggja turna tali Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fulltrúar 118 ríkja sækja fundinn og hefur reynst sífellt erfiðara að komast að samkomulagi þegar svo margir þjóðarleiðtogar koma saman.

Leiðtogar 15 þróunarríkja sem sækja fundinn hittust til skrafs og ráðagerða í gær þar sem rætt var um réttlátari alþjóðaviðskipti og minni niðurgreiðslu í landbúnaði hjá auðugari ríkjum. Íranar tóku við forsæti í hópi ríkjanna fimmtán. Eftir fundinn lagði Chavez áherslu á að Íranar hefur rétt á að halda áfram augðun úrans svo fremi að þeir ætluðu að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. Chavez ræddi einnig framboð Venesúela til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og sagði Bandaríkjamenn hafa gert margt til að koma í veg fyrir að það yrði lagt fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×