Erlent

Japansprins farinn af sjúkrahúsi

Hisahito prins.
Hisahito prins. MYND/AP

Kiko Japansprinsessa og nýfæddur sonur hennar, Hisahito, fengu að fara heim af sjúkrahúsinu í Tokyo í morgun.

Sonurinn kom í heiminn fyrir viku og er fyrsta sveinbarnið sem fæðist inn í keisarafjölskylduna í rúm 40 ár. Sló það á allar áhyggjur um erfingjaskort því samkvæmt japönskum lögum mega aðeins karlmenn erfa keisaratignina.

Frumvarp lá fyrir japanska þinginu síðasta vetur sem breytti lögum þanngi að konur mættu líka erfa krúnuna en því var frestað þegar fréttist af meðgöngu Kiko. Kannanir sýna að meirihluti Japana vill leyfa konum að taka við tigninni.

Fyrr í vikunni var prinsinn ungi skýrður Hisahito sem þýðir dygðugur, rólegur og eilífur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×