Erlent

Hitabeltisstormurinn Lane veldur usla í Meíkó

Búist er við því að hitabeltisstormurinn Lane eflist í dag en hann skall á Kyrrahafsströnd Mexíkós í gær með tilheyrandi hvassviðri og úrkomu. Vatn flæddi um götur borgarinnar Acapulco sem er vinsæll ferðamannastaður í Mexíkó og þar var smábátahöfninni lokað vegna illviðrisins. Stormurinn stefnir nú í norðvestur í átt að Kaliforníuskaga og hafa veðurfræðingar varað við því að allt að 25 sentímetra úrkoma geti fylgt storminum með tilheyrandi hættu á flóðum og aurskriðum. Engar fréttir hafa borist af dauðsföllum eða slysum á fólki vegna Lane en yfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum eru á varðbergi ef stormurinn sækir í sig veðrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×