Erlent

Múslimar æfir yfir ræðu páfa

Múslimar víða um heim eru æfir Benedikt páfa sextánda vegna ummæla sem hann lét falla í ræðu í háskóla í Þýskalandi í vikunni. Páfi ræddi þá hugtakið "heilagt stríð" og vitnaði í fjórtándu aldar keisara sem sagði Múhameð spámann aðeins hafa fært heiminum illsku og miskunnarleysi.

Í ræðu sinn í Háskólanum í Regensburg vitnaði páfi til orða Manuels Paleologos annars, kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld. Þessi ummæli páfa hafa vakið mikla reiði meðal múslima um allan heim og hafa bæði andlegir og veraldlegir leiðtogar hins íslamska heims fordæmt þau.

Talsmaður páfagarðs segir það ekki hafa verið ætlun páfa að móðga nokkurn.

Þrátt fyrir þessi svör hefur pakistanska þingið fordæmt ummæli og klerkaráð Tyrklands krafist afsökunarbeiðni fyrir heimsókn páfa þangað í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×