Óttast um öryggi páfa 16. september 2006 13:17 Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Í ræðu sinni í Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi vitnaði páfi til orða Manuesl Paleologos annars, kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld, þes efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Talsmaður páfagarðs hefur sagt að það hafi alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun og hefur páfagarður sent frá sér yfirlýsingu nú í morgun þar sem páfi segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og vonar að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Áður höfðu talsmenn páfa sagt að hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Múslimar um allan heim eru æfir vegna ummælana og hafa fordæmt þau. Haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum í páfagarði í morgun að óttast sé um öryggi páfa vegna harðra viðbragða andlegra og veraldlegra leiðtoga múslima sem og almennings í löndum hins íslamska heims. Ekki dregur úr áhyggjum að eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og nótt. Smávægilegar skemmdir urðu á byggingunum. Samtökin sem hafa lýst árásunum á hendur sér segja þetta gert til að mótmæla ummælum páfa. Lítil spenna hefur verið milli múslima og kristinn á svæðinu en óttast er að uppúr kunni að sjóða nú. Kristnir eru í töluverðum minnihluta á landsvæði Palestínumanna, aðeins nokkrir tugir þúsunda af þeim þremur milljónum sem búa á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Óttast eru um öryggi Benedikts páfa XVI. vegna ummæla sem hann lét falla fyrr í vikunni sem hafa vakið mikla reiði meðal múslima. Eldsprengjum var kastað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og í nótt. Páfagarður sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem segir að páfa þyki miður að orð sín hafi sært múslima. Í ræðu sinni í Háskólanum í Regensburg í Þýskalandi vitnaði páfi til orða Manuesl Paleologos annars, kristins keisara Austrómverska ríkisins á fjórtándu öld, þes efnis að Múhameð spámaður hefði aðeins fært heiminum illsku og miskunnarleysi. Talsmaður páfagarðs hefur sagt að það hafi alls ekki verið ætlun páfa að móðga nokkrun og hefur páfagarður sent frá sér yfirlýsingu nú í morgun þar sem páfi segir að sér þyki miður að ræða sín hafi verið túlkuð sem móðgun við múslima. Hann virði alla þá sem aðhyllist múhameðstrú og vonar að múslimar skilji innihald ræðu sinnar. Áður höfðu talsmenn páfa sagt að hann hafi viljað efla samkennd meðal trúarhópa. Múslimar um allan heim eru æfir vegna ummælana og hafa fordæmt þau. Haft hefur verið eftir ónafngreindum heimildarmönnum í páfagarði í morgun að óttast sé um öryggi páfa vegna harðra viðbragða andlegra og veraldlegra leiðtoga múslima sem og almennings í löndum hins íslamska heims. Ekki dregur úr áhyggjum að eldsprengjum var varpað á tvær kirkjur í Nablus á Vesturbakkanum í gærkvöldi og nótt. Smávægilegar skemmdir urðu á byggingunum. Samtökin sem hafa lýst árásunum á hendur sér segja þetta gert til að mótmæla ummælum páfa. Lítil spenna hefur verið milli múslima og kristinn á svæðinu en óttast er að uppúr kunni að sjóða nú. Kristnir eru í töluverðum minnihluta á landsvæði Palestínumanna, aðeins nokkrir tugir þúsunda af þeim þremur milljónum sem búa á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira