Erlent

Abbas og Bush funda í næstu viku

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, við bænahald í Ramallah á Vesturbakkanum í gær.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, við bænahald í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, mun eiga fund með George Bush, Bandaríkjaforseta, á miðvikudag í næstu viku þegar leiðtogarnir sækja báðir fund Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York.

Tveimur dögum áður mun Abbas hitta Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Abbas og Bush funduðu síðast í Hvíta húsinu í Washington í október í fyrra.

Abbas mun leita eftir stuðningi Bandaríkjaforseta við eins konar þjóðstjórn Hamas-liða og Fatah-hreyfingar Palestínuforseta. Vonast er til þess að skipan slíkrar stjórnar tryggi heimastjórn Palestínumanna þann fjárstuðning sem hætti að berast frá ýmsum ríkjum og bandalögum eftir að Hamas-liðar tóku við völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×