Erlent

Bjórþystir flykkjast til München

Gestir á Októberfestinu fagna.
Gestir á Októberfestinu fagna. MYND/AP

Mörg þúsund bjórþyrstir Þjóðverjar streyma nú til München þar sem hið árlega október fest hófst í dag. Þetta er í hundrað sjötugasta og þriðja sinn sem hátíðin er haldin þar í borg og er búist við að allt að sex milljónir manna sæki hátíðina, Þjóðverjar jafnt sem erlendir ferðamenn.

Hleypt var af tólf byssum til marks um að hátíðin væri að hefjast og bjórinn tekinn að flæða. Gestir mæta í raðir mörgum klukkutímum áður en hátíðin hefst til að komast í eitt þeirra fjórtán hátíðartjalda sem er að finna sæti fyrir hundrað þúsund manns í hverju. Þar er sungið og drukkið.

Fyrir tveimur árum drukku fimm komma níu milljónir gesta rúmar sex milljónir lítra af bjór. Hátíðin stendur í átján daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×