Að minnsta kosti 18 týndu lífi og 55 særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Kirkuk í Írak í morgun.
Maður ók bíl, hlöðnum sprengiefni á dómshús í borginni þar sem fjölmargir voru staddir. Áður en það gerðist kastaði farþegi sér úr bílnum og hóf að skjóta á fólk eftir að bíllinn sprakk.
Flokksskrifstofur tveggja stjórnmálaflokka Kúrda eru í næsta nágrenni við dómshúsið en Kirkuk er í norðurhluta Íraks þar sem Kúrdar eru í meirihluta.