Afsökunarbeiðni páfa sögð fullnægjandi 17. september 2006 12:45 Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Páfi kom fram í Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Páfi notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Honum þætti afar leitt að ummæli sín hefðu verið túlkuð sem móðgun af múslimum, það hefði ekki verið ætlunin. Hann sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Páfi sagði ummælin sem hann hefði vitna ekki endurspegla á nokkurn hátt skoðanir hans. Páfi sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þetta kom fram en töldu flestir leiðtogar múslima það ekki duga, hann yrði að segja þetta sjálfur opinberlega, sem hann hefur nú gert. Svo er eftir að koma í ljós hvort þetta dugir til að róa hinn íslamska heim. Öryggisgæsla hefur verið hert á Ítalíu vegna hótana sem borist hafa, til að mynda frá herskáum klerk í Sómalíu sem hvetur trúbræður sína til að myrða páfa. Umfangsmikil gæsla var við sumdardvalarstað páfa, Gandolfo-kastala, rétt fyrir utan Róm, þar sem hann flutti sunnudagsblessun sína. Þess var þó gætt að öryggisverðir röskuðu ekki bænastundinni. Kveikt var í tveimur kirkjum á Vesturbakkanum í nótt. Sjö kirkjur hafa verið skotmörk öfgamanna síðasta rúma sólahringinn. Eldsprengjum var varpað á fjórar í Nablus á Vesturbakkanum í gær og ráðist á þá fimmtu á Gaza-svæðinu. Kristnir telja aðeins nokkra tugi þúsunda á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem þar sem þrjár milljónir búa. Samskipti milli kristinna og múslima hafa yfirleitt talist góða á því svæði og hefur heimastjórn Palestínumanna reynt hvað hún getur til að tryggja að kristnir hafi fulltrúa á æðstu stöðum. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi. Erlent Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Benedikt páfi XVI. segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga nokkurn með ræðu sinni í síðustu viku þar sem hann fjallaði um Múhameð spámann. Öryggisgæsla um páfa hefur verið hert til muna vegna hótana herskárra múslimaklerka sem segja jafnvel að hann eigi að myrða. Páfi kom fram í Róm í morgun til að messa yfir og blessa þann mannfjölda sem saman var komin til að hlýða á hann. Páfi notaði þá tækifærið til gera grein fyrir ummælum sínum í ræðu í Þýskalandi fyrir helgi þar sem hann vitnaði til fjórtándualdar keisara sem sagði kenningar Múhameðs spámanns illar og ómannúðlegar. Honum þætti afar leitt að ummæli sín hefðu verið túlkuð sem móðgun af múslimum, það hefði ekki verið ætlunin. Hann sagðist hafa viljað með ræðu sinni efna til opinskárrar og einlægrar umræðu um trúmál þar sem gagnkvæm virðing yrði sýnd. Páfi sagði ummælin sem hann hefði vitna ekki endurspegla á nokkurn hátt skoðanir hans. Páfi sagðist vona að útskýringar sínar myndu duga til að lægja öldurnar. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þetta kom fram en töldu flestir leiðtogar múslima það ekki duga, hann yrði að segja þetta sjálfur opinberlega, sem hann hefur nú gert. Svo er eftir að koma í ljós hvort þetta dugir til að róa hinn íslamska heim. Öryggisgæsla hefur verið hert á Ítalíu vegna hótana sem borist hafa, til að mynda frá herskáum klerk í Sómalíu sem hvetur trúbræður sína til að myrða páfa. Umfangsmikil gæsla var við sumdardvalarstað páfa, Gandolfo-kastala, rétt fyrir utan Róm, þar sem hann flutti sunnudagsblessun sína. Þess var þó gætt að öryggisverðir röskuðu ekki bænastundinni. Kveikt var í tveimur kirkjum á Vesturbakkanum í nótt. Sjö kirkjur hafa verið skotmörk öfgamanna síðasta rúma sólahringinn. Eldsprengjum var varpað á fjórar í Nablus á Vesturbakkanum í gær og ráðist á þá fimmtu á Gaza-svæðinu. Kristnir telja aðeins nokkra tugi þúsunda á Vesturbakkanum, Gaza-svæðinu og í Austur-Jerúsalem þar sem þrjár milljónir búa. Samskipti milli kristinna og múslima hafa yfirleitt talist góða á því svæði og hefur heimastjórn Palestínumanna reynt hvað hún getur til að tryggja að kristnir hafi fulltrúa á æðstu stöðum. Bandalag múslima í Egyptalandi sendi frá sér yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem segir að afsökunarbeiðni páfa í morgun sé fullnægjandi. En þrátt fyrir það telja heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar afar líklegt að ítölsk nunna hafi verið myrt í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í morgun vegna ummæla páfa fyrir helgi.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira